Það er ekki hægt að segja annað en það sé jólalegt um að litast úti þessa dagana. Snjórinn er svo fallegur og lýsir upp tilveruna í skammdeginu. Á svona dögum langar mann helst bara til að jólast, fara út að leika í snjónum eða vera inni í kósý og baka smákökur.
Þar sem ég er í prófum fram í miðja næstu viku mun lítið nýtt gerast í þeim efnum hjá mér fyrr en eftir þann tíma en ég er sko komin með laaaaaangan óskalista af skemmtilegum uppskriftum fyrir hátíðarnar svo endilega fylgist með þegar nær dregur jólum.
Hér fyrir neðan langar mig hins vegar að minna á nokkrar af mínum uppáhalds uppskriftum ef þið eruð í baksturshugleiðingum á næstu dögum.
Sörur
Súkkulaði-Daim smákökur
Rocky Road konfekt (ekki þörf á að baka)
Piparkökurnar klassísku
Mömmukökur