Eldri dóttir mín var hörð á því að við myndum prófa að gera mömmukökur þetta árið og held ég að ég hafi ekki smakkað mömmukökur síðan á Vallarbrautinni hjá mömmu hennar Berglindar vinkonu þegar ég var lítil.
Við skoðuðum ýmsar uppskriftir og enduðum á að breyta og bæta þar til við vorum komnar með okkar eigin uppskrift.
Mömmukökur
- 800 g hveiti
- 125 g smjör við stofuhita
- 180 g sykur
- 2 tsk. matrsódi
- 1 tsk. kanill
- ½ tsk. engifer
- 3 egg
- 300 g ylvolgt sýróp
- Setjið allt saman í hrærivélarskálina nema sýrópið og hnoðið saman með „króknum“ (einnig hægt að hnoða í höndunum).
- Hellið ylvolgu sýrópinu saman við blönduna og hnoðið áfram þar til deigið hefur fengið fallega áferð.
- Plastið vel og kælið í að minnsta kosti 2 klst (má geyma í kæli yfir nótt).
- Fletjið út og raðið kökum á bökunarpappír, bakið við 180° í 7-10 mínútur. Deigið er frekar hart eftir kælinguna í ísskápnum en ef það er skorið í nokkra minni hluta er lítið mál að mýkja það aftur upp í höndunum áður en það er flatt út.
Kremið
- 400 g flórsykur
- 125 g smjör
- 4 msk. sýróp
- 1 egg
- 3 tsk. vanillusykur
- Setjið allt saman í hrærivélarskálina og þeytið þar til létt og ljóst.
- Setjið um 1 tsk af kremi á köku og klemmið saman með annarri.
- Best er að geyma kökurnar í kæli og taka þær síðan út eftir hentugleika.
Hæ eg ætlaði að baka mömmu kökur en degið et grjôthart næ ekki að fleta þær út vöru í îskáp í 4 tíma🤔
Það stendur hvergi hvernig á að baka þær, tími og hitastig…
Takk fyrir ábendinguna Ásta, laga þetta snöggvast en kökurnar eru flattar út og bakaðar við 180° C í 6-10 mínútur 🙂