Gotterí og gersemar

Lakkrístopparlakkrístoppar 3

Lakkrístoppar eru eitthvað sem gaman er að baka fyrir hver jól og eins og með svo margar aðrar smákökur þá tekur það enga stund, það þarf bara að koma sér í það. Hægt er að skella í eina uppskrift eftir vinnu eða kvöldmat og algjör óþarfi að mikla þetta fyrir sér. Ef ykkur finnst þið að renna út á tíma en langar að skella í eitthvað gotterí þá eru lakkrístoppar tilvalin lausn.

Lakkrístoppar

  • 4 eggjahvítur
  • 150gr púðursykur
  • 70gr sykur
  • 150gr saxað suðusúkkulaði
  • 2 pokar lakkrískurl
  1. Hitið ofninn 180°C
  2. Stífþeytið saman báðar gerðir sykurs og eggjahvítur.
  3. Hrærið varlega söxuðu suðusúkkulaði og lakkrískurli saman við blönduna með sleif.
  4. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið kúfaða teskeið af blöndu á pappírinn (hægt að notast við 2 teskeiðar og ýta af með annarri).
  5. Bakið í um 10-12 mínútur.

lakkrístoppar 2

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *