Jólabakstur með Innnesinnnes

Það var í lok október sem fagfólk frá Silent kom hingað heim í Mosfellsbæinn og tók upp nokkur myndbönd af jólabakstri.

Það má því segja að jólin hafi komið snemma á þessu heimili þetta árið en það var kannski bara ágætt þar sem próftíðin tók við í kjölfarið og ekki mikið verið um bakstur hér síðan í nóvember þegar verið var að útbúa uppskriftir fyrir hin ýmsu tímarit.

Þetta var skemmtilegt verkefni og þegar hráefni á borð við Oreo, Toblerone, LU, Daim og Dumle er um að ræða getur útkoman ekki orðið annað en góð. Ég verð þó að segja að það er auðveldara að undirbúa, baka, skreyta og mynda þegar enginn er að fylgjast með en er ekki frá því að myndbandsupptökuvélin hafi vanist ágætlega svo ætli ég megi ekki búast við að sjónvarpsmiðlarnir fari að slást um að hringja í mig eftir þetta 🙂

Þessar uppskriftir eru allar hér á síðunni og ef þið náið ekki að baka mikið fyrir jólin sökum tímaleysis þá er ekkert sem bannar að gera það í ró og næði á milli jóla og nýárs, kökurnar bragðast alveg jafn vel þá ef ekki betur. Hægt er að sjá myndbönd með fjórum uppskriftum hér fyrir þá sem hafa áhuga á því til viðbótar við upplýsingarnar á síðunni.

Einnig eru þessar uppskriftir fáanlegar á prenti í öllum helstu matvöruverslunum viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Tobleorne súkkulaðimús – video

LU skyrkaka – video

Oreo Browniesvideo

Daim smákökur video

Dumle jólakonfekt

Allt hráefni í þessar uppskriftir fæst í NETTÓ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun