Súkkulaðismákökur með Daim



Þessar smákökur útbjó ég um daginn fyrir skemmtilegt verkefni sem ég tók að mér fyrir jólin.

Þetta eru án efa einar bestu smákökur sem ég hef búið til svo ef stefnan er sett á smákökubakstur um helgina þá myndi ég mæla með að þessi yrði fyrir valinu!

Súkkulaðismákökur með Daim

  • 130g smjör við stofuhita
  • 100g sykur
  • 100g púðursykur
  • 1 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 175g hveiti
  • 60g bökunarkakó
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1 ½  Poki af Daim kurli eða 150gr, má líka vera heil stykki (saxað)
  1. Hitið ofninn 180°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Þeytið saman smjör og  allan sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið við egginu og vanilludropunum.
  4. Bætið þar næst hveiti, bökunarkakó, lyftidufti og salti saman við og blandið vel.
  5. Að lokum er söxuðu Daim bætt útí.
  6. Deigið á að vera það þétt í sér að hægt sé að móta úr því kúlur.
  7. Gott er að miða hverja kúlu við tæplega 1msk og þrýsta ofaná hana þegar hún er komin á plötuna svo hún fletjist örlítið út (mun svo fletjast betur út við bakstur).
  8. Bakið í um 12 mínútur og leyfið kökunum að kólna.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

One Reply to “Súkkulaðismákökur með Daim”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun