Rocky Road konfekt



Hér er á ferðinni einföld, fljótleg og bragðgóð uppskrift sem ég hvet allt til þess að skella í fyrir jólin!

Þessi uppskrift birtist í jólablaði Fréttatímans  og á eftir að birtast víðar fyrir hátíðarnar svo ég mæli með að skella henni fljótlega á innkaupalistann og vera fyrst að bjóða uppá þessa yndislega góðu mola fyrir gesti og gangandi.

Rocky Road konfekt

  • 200gr 70% Tom’s Ekstra súkkulaði
  • 150gr suðusúkkulaði
  • 90gr Ültje salthnetur
  • 60gr Ültje pistasíur
  • 180gr ljósar Dumle karamellur
  • 60gr sykurpúðar

Aðferð

  1. Skerið karamellurnar í 4 hluta, fyrst eftir endilöngu og svo þvert.
  2. Klippið sykurpúðana í 4 hluta.
  3. Vigtið hneturnar og athugið að pistasíurnar eiga að vera 60gr þegar búið er að taka þær úr skelinni.
  4. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið öllum hráefnunum samanvið.
  5. Hrærið vel saman og hellið því næst í um 20x20cm kökuform sem búið er að klæða með bökunarpappír.
  6. Frystið í um 10 mínútur og skerið svo í bita.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun