Jóla oreo BrowniesÁ dögunum tók ég þátt í smá jólaverkefni með INNNES og var ég að átta mig á því að ég var aldrei búin að setja þessa guðdómlegu uppskrift af Oreo Brownies hingað á bloggið.

Hamingjan hjálpi mér hvað þær eru góðar þessar! Þær eru í það minnsta á leiðinni með mér í einhver jólaboð og alveg pottþétt á miðnæturhlaðborðið á Gamlárskvöld.

Hér kemur uppskriftin…

Oreo brownies

 • 150gr smjör við stofuhita
 • 200gr Cadbury’s súkklaði (bráðið)
 • 250gr sykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • ¼ tsk salt
 • 4 msk bökunarkakó
 • 3 egg
 • 3 msk volgt vatn
 • 100gr hveiti
 • 16 Oreo kexkökur
 1. Hitið ofninn 175 gráður
 2. Spreyið um 20x20cm ferkantað form með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á) og leggið bökunarpappír í formið svo hann standi uppúr amk á 2 hliðum (til að hægt sé að lyfta kökunni upp þegar hún er tilbúin).
 3. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
 4. Bætið eggjum og vanilludropum samanvið og skafið niður á milli.
 5. Næst fer bráðið súkkulaðið í blönduna og að lokum öll þurrefnin og vatnið.
 6. Hrærið rólega þar til allt er vel blandað og varist að vinna deigið ekki of lengi.
 7. Setjið helming blöndunnar í formið, þar næst 4×4 Oreo kexkökur jafnt yfir formið og svo restina af deiginu yfir.
 8. Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
 9. Kælið í forminu og skerið í hæfilega bita.

Hér getið þið séð myndband af bakstursferlinu

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

2 Replies to “Jóla oreo Brownies”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun