Þessi súkkulaðimús er ein vinsælasta færslan hér á heimasíðunni, mörg þúsund manns heimsækja hana til dæmis fyrir hátíðirnar svo það er ekki hægt annað en mæla með henni í eftirrétt.
Toblerone súkkulaðimús
- 500 g Toblerone súkkulaði (gróft saxað)
- 150 g smjör
- 4 egg
- 600 ml stífþeyttur rjómi (+ um 500 ml til skrauts)
- Toblerone, ber, súkkulaðispænir eða annað til skrauts
- Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.
- Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur (hrært í af og til).
- Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel á milli.
- Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við.
- Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).
- Skreytið með þeyttum rjóma, berjum, Toblerone eða öðru sem hugurinn girnist.
Hér fyrir neðan er ein eldri mynd þar sem ég setti músina í litlar Mariskálar í alls konar litum, mér finnst það alltaf fallegt.
Hef gert þessa svo oft að hér er önnur útfærsla af skreytingu. Hér má síðan finna myndband sem ég gerði á sínum tíma fyrir Innnes þó svo ég hafi aðeins útfært uppskriftina síðan þá.
Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM
Sæl.
Ég ætla að vera með Tobleronemúsina fyrir fjóra.Ef að ég helminga uppskriftina væri það passlegt.?
Er með nokkuð venjulega stærð af desertglösum. BKV/ Ragnheiður.
Girnilegt…en fyrir hvað marga er þetta cirka..?
Sæl Eva, þetta er í c.a 8-12 glös (fer eftir stærð)