Toblerone súkkulaðimús
- 500gr Toblerone súkkulaði (gróft saxað)
- 150gr smjör
- 4 egg
- 600 ml stífþeyttur rjómi
- Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði
- Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum.
- Eggjunum bætt útí, einu í einu og hrært vel á milli.
- Súkkulaðiblöndunni hellt varlega saman við stífþeyttan rjómann.
- Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark 3klst (í lagi að plasta og geyma yfir nótt)
Skraut
- 500ml stífþeyttur rjómi
- 100gr smátt saxað Toblerone
- Að þessu sinni setti ég þeyttan rjómann í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautaði upp í spíral. Hér er einnig hægt að setja rjómann beint í rjómasprautu og notast við þá stúta sem henni fylgja.
- Söxuðu Toblerone stráð yfir.
Hef gert þessa svo oft að hér er önnur útfærsla af skreytingu
Girnilegt…en fyrir hvað marga er þetta cirka..?
Sæl Eva, þetta er í c.a 8-12 glös (fer eftir stærð)