Oreo súkkulaðimús⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðimús með oreo og toblerone

Súkkulaðimús + Oreo = Fullkomnun

Hér er stutt myndband sem sýnir hversu einfalt er að útbúa þessa ljúffengu súkkulaðimús!

Súkkulaðimús uppskrift

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ég ELSKA súkkulaðimús og hef gert ótal afbrigði af slíkri. Þessi hér er algjörlega guðdómleg og mikið sem það passaði vel að hafa Oreo Crumbs í henni!

Toblerone súkkulaðimús með Oreo

Oreo súkkulaðimús uppskrift

8-10 glös

 • 250 g Toblerone (gróft saxað)
 • 250 g suðusúkkulaði (gróft saxað)
 • 130 g smjör
 • 3 egg
 • 1 l rjómi (500 ml í mús og 500 fyrir topp)
 • 120 g Oreo Crumbs (+ meira til skrauts)
 • Driscoll‘s hindber
 1. Bræðið báðar tegundir af súkkulaði og smjör í vatnsbaði, leggið til hliðar og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.
 2. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
 3. Pískið saman eggin og pískið þau síðan saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum.
 4. Vefjið næst um 1/3 af þeytta rjómanum saman við og síðan restinni.
 5. Setjið súkkulaðimús í glös og kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en þið skreytið með þreyttum rjóma, Oreo Crumbs og hindberjum.
Oreo crumbs í súkkulaðimús

Þetta er hinn fullkomni eftirréttur!

Oreo súkkulaðimús

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun