Toblerone Orange Twist súkkulaðimús⌑ Samstarf ⌑
Uppskrift af Toblerone súkkulaðimús með Toblerone Orange Twist súkkulaði

Hér kemur ein af mínum uppáhalds allra tíma, SÚKKULAÐIMÚS! Súkkulaðimús er hinn fullkomni eftirréttur að mínu mati og elska ég að leika mér með útfærslur af slíkri. Klassíska Toblerone súkkulaðimúsin mín sem ég þróaði hér um árið er ein vinsælasta uppskrift síðunnar og fær alltaf extra margar heimsóknir í kringum hátíðirnar. Það er því nokkuð ljóst að hún er í eftirrétt hjá mörgum ýmist á jólum eða áramótum.

Til þess að flækja þetta aðeins fyrir ykkur er ég hér búin að útbúa „Orange Twist“ útfærslu af þessari dásamlegu súkkulaðimús og almáttugur minn, þessi er rosaleg! Ég veit í það minnsta hvað verður í eftirrétt hér á Aðfangadag!

Uppskrift af Toblerone súkkulaðimús með Toblerone Orange Twist súkkulaði

Toblerone Orange Twist súkkulaðimús – uppskrift

Uppskrift dugar í 4-6 lítil glös

 • 280 g Toblerone Orange Twist
 • 80 g smjör
 • 2 egg
 • 300 ml stífþeyttur rjómi (+ um 250 ml til skrauts)
 • Saxað Toblerone til skrauts
 • Appelsínubörkur til skrauts
 1. Bræðið gróft saxað Toblerone Orange Twist og smjör yfir vatnsbaði.
 2. Þegar bráðið er blandan tekin af hitanum og leyft að standa í um 5 mínútur til að hitinn rjúki úr (hrært í af og til).
 3. Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel á milli.
 4. Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við. 
 5. Skipt niður í 4-6 glös/skálar (fer eftir stærð) og kælt í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma í kæli yfir nótt).
 6. Skreytið að lokum með þeyttum rjóma, söxuðu Toblerone Orange Twist og appelsínuberki.
Uppskrift af Toblerone súkkulaðimús með Toblerone Orange Twist súkkulaði

Þetta undursamlega Orange Twist Toblerone súkkulaði kom í takmörkuðu upplagi í 360g pakkningum fyrir jólin og er til í Bónus, Hagkaup og Melabúðinni. Ég mæli með því að birgja sig upp ekki seinna en strax því þetta súkkulaði er klárlega á næsta leveli gott. Appelsínukeimurinn er líka svo hátíðlegur og dásamlegur og passar fullkomlega í súkkulaðimús og fleiri eftirrétti, jólaísinn eða annað.

Uppskrift af Toblerone súkkulaðimús með Toblerone Orange Twist súkkulaði

Megið endilega líka fylgjast með Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun