Piparkökur með glassúr⌑ Samstarf ⌑
Tilbúið piparkökudeig og einfaldurpiparkökubakstur
Tilbúið piparkökudeig og einfaldurpiparkökubakstur

Það er sannarlega ekki of snemmt að byrja að baka piparkökur þetta árið! Venjulega höfum við haft það að venju að baka og skreyta piparkökur á fyrsta í aðventu en þar sem ástandið er eins og það er hugsa ég að við bökum og skreytum piparkökur í hverri viku núna fram að jólum!

Við mæðgur bökuðum og skreyttum í það minnsta nokkrar piparkökur í gær og þær eru ALLAR búnar! Það er því komið á dagskrá að baka meira og skreyta um helgina, hahaha!

Piparkökur með glassúr úr piparkökudeigi og með glassúr frá Kötlu

Að þessu sinni ákváðum við að hafa þetta fljótlegt og einfalt og notuðum bæði tilbúið piparkökudeig frá Kötlu ásamt tilbúnum glassúr sem unninn er úr náttúrulegum litum sem er mikilvægt að hafa í huga, sérlega þegar börnin okkar eiga í hlut.

Þetta tók því alls ekki langan tíma, kökurnar voru dásamlegar á bragðið og ótrúlega þægilegt að klippa bara gat á glassúrflöskurnar og geta byrjað að skreyta! Piparkökuilmur fyllti húsið og stelpurnar voru í essinu sínu að skreyta….já og borða piparkökur svo piparkökubakstur einu sinni í viku næstu vikurnar hljómar alls ekki svo illa!

Katla glassúr

Piparkökur með glassúr

 • Tilbúið piparkökudeigi frá Kötlu (hver rúlla gefur um 25 piparkökur)
 • Tilbúinn glassúr frá Kötlu (hver kassi dugar til að skreyta um 3 rúllur/75 piparkökur nema einstaka litir séu í uppáhaldi og þá gæti þurft meira af þeim)
 1. Hitið ofninn í 185°C.
 2. Takið deigið úr pakkningunni og hnoðið aðeins upp í höndunum til að móta stóra deigkúlu.
 3. Fletjið næst út á hveitistráðum fleti og stingið út piparkökur eftir ykkar höfði.
 4. Bakið í 5-8 mínútur eða þar til kökurnar fara að taka á sig smá lit og verða dekkri á köntunum.
 5. Kælið kökurnar og skreytið síðan að vild með glassúr.
 6. Gott er að leyfa glassúrnum að storkna áður en þið leggið kökurnar ofan á hvor aðra.
Piparkökur skreyttar með glassúr

Við klipptum eins lítið gat á stútinn og við gátum til að geta gert fíngerðari doppur og skraut. Síðan er gaman að þekja kökur í einum lit, setja nokkrar doppur ofan á með öðrum og draga síðan í gegn með tannstöngli til að gera skemmtilegt mynstur.

Piparkökur með glassúr úr piparkökudeigi og með glassúr frá Kötlu

Katla leggur áherslu á góð hráefni í sínar vörur og það eru aðeins náttúrulegir litir notaðir í Kötlu glassúrinn! Það er mikilvægt að huga að slíku og því er Kötlu glassúrinn góður fyrir litla kroppa sem elska jú glassúrinn jafn mikið og kökurnar.

Piparkökur með glassúr úr piparkökudeigi og með glassúr frá Kötlu

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun