Piparkökukaka



Piparkökukaka með rjómaostakremi og piparköku og rósmarínskreytingu

Eftir að ég skreytti dásamlega kryddköku um daginn með sykruðu rósmarín og trönuberjum gat ég ekki hætt að hugsa um þessa skreytingarhugmynd með piparkökuheindýrunum sem ég sá á Pinterest.

Piparkökukaka með rjómaostakremi og piparköku og rósmarínskreytingu

Ég ákvað því að skoða uppskriftir af piparkökukökum og féll fyrir uppskrift á síðu sem heitir Supergoldenbakes.com. Ég breytti henni nánast ekkert og þessir botnar voru svooooo góðir! Kremið bjó ég síðan til úr einföldum rjómaostakremsgrunni og fór það einstaklega vel með þessari köku.

Piparkökukaka með rjómaostakremi og piparköku og rósmarínskreytingu

Piparkökukaka

Botnar

  • 350 g hveiti
  • 330 g púðursykur
  • 2 tsk. engiferduft
  • 2 tsk. kanill
  • 1 tsk. negull
  • 1 msk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 200 g smjör (skorið í teninga)
  • 3 egg
  • 2 msk. maple sýróp
  • Fínt rifinn börkur af einni appelsínu
  • 1 msk. appelsínusafi (af appelsínunni)
  • 200 ml nýmjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 3 msk. saxað, sykrað engifer (fæst í litlum pokum t.d frá Rapunzel)
  1. Hitið ofninn 170°C
  2. Smyrjið 3 x 15 cm bökunarform með smjöri/spreyið með matarolíuspreyi og setjið bökunarpappír í botninn.
  3. Blandið þurrefnunum saman í hrærivélarskál.
  4. Setjið smjörteningana (c.a 1×1 cm) saman við (mega vera beint úr kælinum) og hrærið þar til smjörið hefur blandast þannig að blandan minnir á sand/brauðrasp hvað áferð varðar.
  5. Pískið eggin í skál og bætið þeim saman við í nokkrum skömmtum.
  6. Næst má setja sýrópið, appelsínubörkinn, appelsínusafann, nýmjólkina og vanilludropana saman við, hræra á lágum hraða og skafa nokkrum sinnum niður á milli.
  7. Saxið sykraða engiferið mjög smátt niður og vefjið saman við deigið í lokin.
  8. Skiptið deiginu á milli formanna, ég vigtaði um 430 g í hvert form.
  9. Bakið þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi, kælið í formunum í um 15 mínútur og færið þá yfir á kæligrind þar til þeir kólna alveg. Botnana má síðan snyrta til og jafna áður en kakan er sett saman.

Krem

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 300 g rjómaostur við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • ¼ tsk. salt
  1. Þeytið saman smjör og rjómaost með K-inu þar til létt og ljóst og skafið nokkrum sinnum niður á milli.
  2. Bætið salti og fræjum úr vanillustöng saman við.
  3. Setjið flórsykurinn næst út í blönduna í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og fallegt krem hefur myndast.
  4. Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botnanna og á toppinn og rétt þekjið hliðarnar með kremi svo það sjáist vel í botnana í gegn.

Skreyting

  • Raðið rósmarínstönglum saman svo þeir myndi nokkurs konar jólatré og stingið piparkökufígúrum í kremið.
  • Stráið flórsykri yfir allt með fínu sigti svo það líti út fyrir að það hafi snjóað.
  • Kælið kökuna þar til bera á hana fram.

Við fundum þessi hreindýrapiparkökumót í Byggt og búið í Kringlunni.

Piparkökukaka með rjómaostakremi og piparköku og rósmarínskreytingu

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun