Jólabrauðterta



⌑ Samstarf ⌑
Skinkubrauðterta með skinkusalati

Brauðtertur eru sívinsælar og senn líður að jólum. Þessi hér er jólaleg og falleg og myndi sóma sér í hvaða veislu/boði sem er.

Brauðterta

Ég var smá stressuð að setja trönuber út í skinkusalatið og smakkaði þetta fram og tilbaka áður en ég lét slag standa. Sætan úr þeim passar fullkomlega á móti reykta bragðinu af skinkunni. Þeir sem smökkuðu þessa voru á einu máli um að hún væri alveg svakalega góð.

Skinkubrauðterta með skinkusalati

Það var síðan svoooo gaman að skreyta hana og bera hana fram því hún er sannarlega jólin uppmáluð.

Hellmann's majónes

Jólabrauðterta

  • 450 g hamborgarhryggur (eða önnur reykt skinka)
  • 8 harðsoðin egg
  • 400 g Hellmann‘s majónes
  • 60 g þurrkuð trönuber
  • 2 msk. smátt saxað sellerí
  • Aromat og pipar eftir smekk
  • 5 brauðtertubrauðsneiðar (langar)

Skraut

  • 400 g Hellmann‘s majónes
  • Um 500 g fersk trönuber (2 pokar)
  • Um 4 pakkar rósmarín (4 x 28 g)
  • Brómber
  • Þunnt skorinn hamborgarhryggur
  1. Skerið hamborgarhrygginn í sneiðar og síðan í litla bita (það má hálfpartinn saxa hann).
  2. Skerið eggin á tvo vegu með eggjaskera og setjið saman við skinkuna.
  3. Blandið majónesinu saman við á þessu stigi og saxið þá trönuberin og selleríið mjög smátt og bætið saman við.
  4. Kryddið eftir smekk og skiptið í 4 hluta.
  5. Skerið skorpuna af brauðtertubrauðinu og smyrjið salatinu á milli sneiðanna.
  6. Þekjið brauðtertuna að utan með majónesi og skreytið að vild.
Brauðterta með hamborgarhrygg og trönuberjum

Væri ekki gaman að koma með þessa dásemd í næsta boð?

Skinkubrauðterta með skinkusalati


Þessi var svoooo góð að meira að segja elsku gamli hundurinn okkar hann Brúnó vildi greinilega mikið fá bita. Ég ákvað að setja poka yfir hana og geyma hana úti þar sem langa brettið passaði ekki í ísskápinn. Dætur mínar hleyptu honum út í garð á meðan ég skaust aðeins frá og þegar ég kom heim stóð minn maður úti og hámaði í sig þessa dásemd! Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða grenja og hann vissi sko alveg upp á sig skömmina og faldi sig inn í bílskúr, hahaha. Þetta verður mér í það minnsta lexía að passa betur upp á að setja veitingar sem geyma á úti ofar en í hundshæð í framtíðinni, híhí!

Brauðterta með hamborgarhrygg og trönuberjum

Trönuber og hamborgarhryggur fara ótrúlega vel saman.

Hellmann's majónes

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM með því að smella hér!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun