
Ég elska súkkulaðimús og hef útbúið þær ófáar uppskriftirnar í gegnum tíðina. Mig langaði að prófa að leika mér með Royal búðing og kanna hvort mögulegt væri að útbúa smá lúxusútgáfu af slíkum.

Úr varð þessi snilldar útfærsla sem tók án gríns um 15 mínútur að útbúa í heildina, hræra í súkkulaðimús, þeyta rjóma og skreyta, hversu magnað er það!

Royal súkkulaðimús
- 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur
- 2 msk. bökunarkakó
- 500 ml rjómi + 300 ml til skrauts
- 250 ml nýmjólk
- Hindber og súkkulaðispænir til skrauts
- Blandið saman búðingsdufti og bökunarkakó í hrærivélarskálinni.
- Hellið 500 ml af rjóma og nýmjólk saman við og þeytið í um 1 mínútu.
- Setjið í stóran zip-lock poka og klippið gat á endann, skiptið niður í glös/skálar.
- Þeytið 300 ml af rjóma, setjið í zip-lock poka, klippið gat á endann og sprautið ofan á hverja súkkulaðimús, skreytið með hindberjum og súkkulaðispæni.

Þessi gamli góði búðingur stóð því algjörlega fyrir sínu og mæli ég með þið prófið þessa súperfljótlegu og ljúffengu súkkulaðimús.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM