Royal súkkulaðimús á nokkrum mínútum



Súkkulaðimús með Royal búðing á nokkrum mínútum

Ég elska súkkulaðimús og hef útbúið þær ófáar uppskriftirnar í gegnum tíðina. Mig langaði að prófa að leika mér með Royal búðing og kanna hvort mögulegt væri að útbúa smá lúxusútgáfu af slíkum.

Súkkulaðimús með Royal búðing á nokkrum mínútum

Úr varð þessi snilldar útfærsla sem tók án gríns um 15 mínútur að útbúa í heildina, hræra í súkkulaðimús, þeyta rjóma og skreyta, hversu magnað er það!

Súkkulaðimús með Royal búðing á nokkrum mínútum

Royal súkkulaðimús

  • 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 500 ml rjómi + 300 ml til skrauts
  • 250 ml nýmjólk
  • Hindber og súkkulaðispænir til skrauts
  1. Blandið saman búðingsdufti og bökunarkakó í hrærivélarskálinni.
  2. Hellið 500 ml af rjóma og nýmjólk saman við og þeytið í um 1 mínútu.
  3. Setjið í stóran zip-lock poka og klippið gat á endann, skiptið niður í glös/skálar.
  4. Þeytið 300 ml af rjóma, setjið í zip-lock poka, klippið gat á endann og sprautið ofan á hverja súkkulaðimús, skreytið með hindberjum og súkkulaðispæni.
Súkkulaðimús með Royal búðing á nokkrum mínútum

Þessi gamli góði búðingur stóð því algjörlega fyrir sínu og mæli ég með þið prófið þessa súperfljótlegu og ljúffengu súkkulaðimús.

Súkkulaðimús með Royal búðing á nokkrum mínútum

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun