Heitur heslihnetuhringur⌑ Samstarf ⌑
Bakað brie með hnetum

Þessi bakaði heslihnetuhringur er fullkominn í áramótapartýið, saumaklúbbinn eða hvað sem er!

Bakaður ostur með hnetum

Ég er mikill aðdáandi bakaðra osta og heslihneturnar fara einstaklega vel með þessum sýrópsgljáa. Það passar síðan mjög vel að bera hann fram með eplaskífum og/eða góðu kexi.

Heslihnetur

Heitur heslihnetuhringur

 • 1 x Dala hringur
 • 100 g Til hamingju heilar heslihnetur
 • 3 msk. púðursykur
 • 2 msk. maple sýróp
 • ½ tsk. salt
 1. Hitið ofninn 180°C
 2. Setjið ostinn í lítið eldfat mót og bakið í um 10-12 mínútur (undirbúið annað á meðan).
 3. Ristið hneturnar á pönnu, færið yfir á eldhúspappír og nuddið mesta hýðið af (því sem varð stökkt við ristunina).
 4. Hitið saman sykur, sýróp og salt þar til sykurinn er uppleystur (nokkrar mínútur).
 5. Hellið hnetunum saman við sykurlöginn og síðan öllu saman yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum.
 6. Gott er að bera ostinn fram með stökku kexi og niðurskornum eplasneiðum.
Heitur brie ostur

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun