
Ég er búin að vera með æði fyrir trönuberjum fyrir þá sem hafa ekki tekið eftir, haha! Hvort sem þau eru þurrkuð eða fersk þá er svo margt sem er hægt að gera með þessu fallega og bragðgóða hráefni.

Hér er ég búin að sjóða þau niður ásamt appelsínu, sýrópi og rósmarín og setja út á bakaðan brie ost ásamt söxuðum pekanhnetum. Virkilega góð blanda og við Berglind vinkona gæddum okkur á þessari dásemd á Þorláksmessu yfir kaffinu.

Bakað trönuberjabrie
- 1 x Jólabrie (eða annar Brie ostur)
- 100 g fersk trönuber
- 2 msk. vatn
- 2 msk. sykur
- 60 g Til hamingju pekanhnetur
- Safi og börkur af ½ appelsínu
- 2 msk. maple sýróp
- 1 msk. ferskt saxað rósmarín
- Hitið ofninn í 180°C.
- Sjóðið saman trönuber, vatn og sykur þar til byrjar að „bubbla“, lækkið þá hitann og leyfið að malla í um 10 mínútur á meðan annað er undirbúið.
- Setjið Jólabrie í eldfast mót og inn í ofn í 10 mínútur.
- Saxið pekanhneturnar niður og hrærið út í trönuberjablönduna.
- Rífið appelsínubörkinn með fínu rifjárni og setjið hann ásamt safanum úr appelsínunni út í hnetu- og berjablönduna.
- Að lokum má hræra sýrópi og söxuðu rósmarín út í.
- Hellið þessu dásamlega gumsi yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og berið fram með góðu kexi eða brauði.

Fallegur og góður fyrir bragðlaukana.
Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM