Marengshringur með jarðaberjarjóma og Marssósu



Pavlova með mars, jarðaberjum og rjóma

Marengs stendur alltaf fyrir sínu og hér kemur ein guðdómleg uppskrift sem hentar fyrir hvaða tækifæri sem er!

Pavlovuhringur, krans með berjum, rjóma og bræddu súkkulaði

Marengshringur með jarðaberjarjóma og Marssósu

Marengs

  • 6 eggjahvítur við stofuhita
  • 290 g sykur
  • 3 tsk. kartöflumjöl
  • 3 tsk. hvítvínsedik
  • Fræ úr einni vanillustöng
  1. Hitið ofninn 110°C.
  2. Teiknið hring um 30 cm í þvermál á bökunarpappír og annan minni inn í (um 20 cm) til að hafa línur til viðmiðunar þegar sprauta á marengsinn.
  3. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða froðukenndar.
  4. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli, þeytið síðan þar til stífþeytt.
  5. Blandið kartöflumjöli, ediki og vanillustöng saman í litla skál og setjið saman við marengsblönduna og hrærið stutta stund til viðbótar.
  6. Setjið í stóran sprautupoka/zip-lock poka með um 2 cm gati á endanum.
  7. Sprautið í vel bústnar litlar pavlovur allan hringinn, ættuð að ná um 10 slíkum sem mynda nokkurs konar krans.
  8. Holið hverja aðeins í miðjunni með bakhliðinni á skeið til að gera pláss fyrir fyllingu síðar.
  9. Bakið í eina klukkustund og 10 mínútur og slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsnum að kólna í ofninum (ég geri þetta oft kvöldinu áður og geymi í ofninum yfir nótt).

Marssósa

  • 3 stk. Mars súkkulaðistykki
  • 5 msk. rjómi
  1. Sett saman í pott og hitað á meðalháum hita þar til vel bráðið, hrærið vel í allan tímann.
  2. Takið af hellunni og leyfið hitanum að rjúka úr.

Fylling, skraut og samsetning

  • 400 ml þeyttur rjómi
  • 250 g jarðaber (stöppuð með gaffli)
  • 2 Mars súkkulaðistykki (skorin í bita)
  • Hindber, rifsber, granatepli eða önnur ber/ávextir sem þið kjósið
  1. Þeytið rjómann og vefjið stöppuðum jarðaberjum saman við.
  2. Setjið um 1 msk. af Marssósu ofan í hvern marengs/pavlovu.
  3. Sprautið þá næst vel af jarðaberjarjóma ofan á hvern botn.
  4. Dreifið óreglulega úr Marssósu yfir rjómann aftur og setjið Marsbita, hindber, rifsber og granatepli ofan á hverja pavlovu.
  5. Geymið í kæli þar til njóta á dásemdarinnar.

Hugmyndina af þessari útfærslu af marengshring sá ég á síðunni hjá Mörthu Stewart og fannst sniðugt að raða svona litlum pavlovum í hring sem mynda krans, þá er auðvelt að skera eina og eina köku frá hringnum.

Pavlova with strawberry cream and melted chocolate

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun