Kjúklingapasta á kortéri



⌑ Samstarf ⌑
Fljótlegt pasta með kjúkling

Ef ykkur vantar eitthvað einfalt, fljótlegt og gott, þá er hér ein skothelt pastauppskrift með kjúklingi, pastasósu og Mascarpone osti!

Kjúklingapasta með pastasósu

Það tók í raun aðeins suðutímann á pastanu + 5 mínútur í ofni til að bræða aðeins ostinn til að útbúa þessa dásemd.

Kjúklingapasta

Kjúklingapasta á kortéri

  • 500 g pasta (hér notaði ég Rigatoni)
  • 600 g kjúklingabringur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 krukkur af Whole Cherry Tomato pastasósu með basilíku frá Sacla (2 x 350 g )
  • 250 g Mascarpone ostur
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Ólífuolía
  • Fersk basilíka
  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Á meðan má skera kjúklinginn í bita, steikja hann upp úr ólífuolíu, krydda eftir smekk og rífa hvítlauksrifin saman við.
  3. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má hella báðum pastasósukrukkunum yfir og leyfa að malla stutta stund.
  4. Þegar pastað er tilbúið má blanda því saman við kjúklinginn og pastasósuna.
  5. Að lokum má setja vel af Mascarpone osti, bæði inn á milli laga og ofan á pastað og hita í 200 gráðu heitum ofni í 5 mínútur, eða þar til osturinn bráðnar aðeins niður.
Sacla pastasósa í kjúklingapastað

Það einfaldar lífið svooooo mikið að geta gripið í tilbúna pastasósu sem unnin er úr gæðahráefnum til að aðstoða sig við eldamennskuna.

Einfalt pasta með kjúkling og pastasósu frá Sacla

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun