
Ef ykkur vantar eitthvað einfalt, fljótlegt og gott, þá er hér ein skothelt pastauppskrift með kjúklingi, pastasósu og Mascarpone osti!

Það tók í raun aðeins suðutímann á pastanu + 5 mínútur í ofni til að bræða aðeins ostinn til að útbúa þessa dásemd.

Kjúklingapasta á kortéri
- 500 g pasta (hér notaði ég Rigatoni)
- 600 g kjúklingabringur
- 3 hvítlauksrif
- 2 krukkur af Whole Cherry Tomato pastasósu með basilíku frá Sacla (2 x 350 g )
- 250 g Mascarpone ostur
- Salt, pipar og hvítlauksduft
- Ólífuolía
- Fersk basilíka
- Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Á meðan má skera kjúklinginn í bita, steikja hann upp úr ólífuolíu, krydda eftir smekk og rífa hvítlauksrifin saman við.
- Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má hella báðum pastasósukrukkunum yfir og leyfa að malla stutta stund.
- Þegar pastað er tilbúið má blanda því saman við kjúklinginn og pastasósuna.
- Að lokum má setja vel af Mascarpone osti, bæði inn á milli laga og ofan á pastað og hita í 200 gráðu heitum ofni í 5 mínútur, eða þar til osturinn bráðnar aðeins niður.

Það einfaldar lífið svooooo mikið að geta gripið í tilbúna pastasósu sem unnin er úr gæðahráefnum til að aðstoða sig við eldamennskuna.

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM