Súkkulaðikaka með súkkulaðihjúp⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðikaka með súkkulaðihjúp

Súkkulaðikökur í ýmsum myndum eru sannarlega kökur sem gleðja bæði hjartað og magann. Þessi hér er dásamleg, hún er með sterkt súkkulaðibragð og ekki skemmir fyrir að hafa ljúffenga súkkulaðibráð yfir hana alla.

Hér fyrir neðan getið þið farið á heimasíðu Gerum daginn girnilegan og séð myndband af uppskriftinni.

Girnileg súkkulaðikaka með súkkulaðhjúp

Súkkulaðikaka með súkkulaðihjúp

Súkkulaðikaka uppskrift

 • 340 g smjör
 • 330 ml vatn
 • 60 g Cadbury bökunarkakó
 • 1 tsk. salt
 • 390 g hveiti
 • 360 g sykur
 • 2 tsk. matarsódi
 • 3 egg
 • 150 ml súrmjólk
 • 2 tsk. vanilludropar
 • Smjör og hveiti til að smyrja formið með
 1. Hitið ofninn í 170°C.
 2. Bræðið smjörið í potti og bætið næst vatni, bökunarkakó og salti saman við í pottinn og hrærið vel, takið af hitanum.
 3. Setjið hveiti, sykur og matarsóda í hrærivélarskálina og blandið saman.
 4. Hellið kakóblöndunni saman við þurrefnin í nokkrum skömmtum.
 5. Næst fara eggin saman við, eitt í einu og loks súrmjólk og vanilludropar.
 6. Smyrjið hringlaga formkökuform með gati í miðjunni mjög vel með smjöri. Stráið næst smá hveiti yfir allt formið (sturtið umfram hveiti í vaskinn áður en deiginu er hellt í).
 7. Hellið deiginu í formið og bakið í 45-50 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
 8. Kælið kökuna aðeins áður en þið hvolfið henni úr forminu og leyfið henni síðan að kólna alveg áður súkkulaðihjúpurinn er settur á.

Súkkulaðihjúpur uppskrift

 • 100 g saxað suðusúkkulaði
 • 60 ml rjómi
 1. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.
 2. Hrærið saman þar til súkkulaðið er bráðið og hellið yfir kökuna (stundum er gott að leyfa blöndunni aðeins að kólna niður og þykkna örlítið áður en henni er hellt yfir).
Súkkulaðikaka með Cadbury bökunarkakó

Þessi uppskrift hentar í hvaða formkökuform sem er en ég hef mikið gaman að hringlaga formum með gati í miðjunni. Þetta form keypti ég í Williams & Sonoma þegar ég bjó í Bandaríkjunum en ýmis svona eru þó til hérlendis.

Súkkulaði formkaka

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun