Bananasplitt ostakaka⌑ Samstarf ⌑
Bananasplit cheesecake with Lu Bastogne Duo and Toblerone

Þegar það kemur að ostakökugerð eru möguleikarnir óþrjótandi. Verandi matarbloggari sem sofnar varla á kvöldin þar sem hugmyndir og girnilegar uppskriftir flæða um hugann þá er alltaf gaman þegar vel tekst til í tilraunaeldhúsinu eins og þetta skiptið.

Bananasplitt ostakaka með kexbotni toblerone og cadbury mini eggjum

Súkkulaði og bananar eru blanda sem stendur tímans tönn og bananasplitt er eitt af uppáhaldi okkar stelpnanna á heimilinu. Því var ekki úr vegi að prófa sig áfram með eitthvað sem minnti okkur á það.

Bananasplitt ostakaka með kexbotni toblerone og cadbury mini eggjum

Þessi páskalega og guðdómlega góða ostakaka leit dagsins ljós í þessum súkkulaði og bananatilraunum svo hér er sko sannarlega komin uppskrift fyrir ostakökuunnendur að prófa!

Bananasplitt ostakaka með kexbotni toblerone og cadbury mini eggjum

Bananasplitt ostakaka

Botn

 • 1 pk Lu Bastogne Duo kex (260 g)
 • 50 g smjör
 1. Myljið kexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hrærið saman.
 2. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi sem er um 20 cm í þvermál og þjappið kexmylsnunni jafnt yfir botninn.
 3. Kælið í að minnsta kosti klukkustund á meðan annað er útbúið.

Fylling

 • 4 gelatínblöð
 • 60 ml vatn
 • 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 • 160 g sykur
 • 2 msk. Cadbury  bökunarkakó
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 100 g brætt Toblerone
 • 100 g brætt suðusúkkulaði
 • 250 ml þeyttur rjómi
 • 1 þroskaður banani (stappaður)
 • 120 g Cadbury Mini Eggs (gróft söxuð)
 1. Leggið gelatínblöðið í bleyti í köldu vatni í nokkrar mínútur.
 2. Hitið 60 ml af vatni að suðu og vindið gelatínblöðin saman við, eitt í einu og hrærið í á milli. Hellið blöndunni í skál og hvílið á meðan annað er útbúið (blandan þarf að ná stofuhita).
 3. Bræðið saman Toblerone og suðusúkkulaði, leggið til hliðar.
 4. Þeytið rjómaost og sykur vel í í hrærivélinni og skafið nokkrum sinnum niður á milli.
 5. Bætið þá bökunarkakó og vanillusykri saman við og hrærið þar til slétt blanda hefur myndast.
 6. Næst má hella gelatínblöndunni saman við í mjórri bunu og því næst brædda súkkulaðinu og hræra rólega þar til jafn litur er kominn á blönduna.
 7. Að lokum má vefja þeyttum rjóma, stöppuðum banana og söxuðum súkkulaðieggjum saman við blönduna.
 8. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn, plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir, eða yfir nótt.
 9. Skerið með rökum hníf meðfram kökunni áður en þið smellið rammanum frá forminu og færið kökuna með spaða yfir á fallegan kökudisk og skreytið.

Skraut

 • Cadbury Mini Eggs
 • Fersk blóm
Lu Bastogne Duo kex

Ég vil aftur minna á það að lítið mál er að nota gelatín, algjör óþarfi að hræðast uppskriftir sem innihalda það. Án þess myndi kakan verða of lin til þess að hægt væri að taka hana úr forminu og skera í svona fallegar sneiðar eins og á alvöru veitingahúsi.

Bananasplitt ostakaka með kexbotni toblerone og cadbury mini eggjum

Sneiðar af þessari voru skildar eftir fyrir utan hjá nokkrum nágrönnum og hún fékk sko sannarlega góð meðmæli. „Hvað er í botninum“, „Geggjað að hafa súkkulaðibitana í kökunni“, „Þessi bananakeimur….namm“…..voru meðal ummæla sem ég fékk í skilaboðum svo ykkur er sannarlega óhætt að prófa!

Bananasplitt ostakaka með kexbotni toblerone og cadbury mini eggjum

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun