Rauðvín og ostar



⌑ Samstarf ⌑
Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Ég veit ekki hversu lengi ég hef leitað af hinum fullkomna vínrekka til að hafa á veggnum í borðstofunni. Það er ekki mikið úrval af slíkum hérlendis en um daginn rakst ég á þennan undurfallega vínrekka á www.syrusson.is og vissi strax að hér væri kominn hinn eini sanni fyrir mig.

Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Það er hægt að fá Hangover vínrekkana í mismunandi litum en þar sem við erum með mikið af eikar innréttingum og brúnan leðursófa í stofunni fannst mér þessi litasamsetning passa best hér hjá okkur.

Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Það gerir ótrúlega mikið að hafa skinnið á einni flösku og brýtur hönnunina aðeins upp.

Ostabakki með alls konar

Að sjálfsögðu þarf að skella í gúrme ostabakka og bjóða upp á rauðvín með til að njóta þess að horfa á svona fallegheit á veggnum hjá sér og hér kemur skemmtileg útfærsla af slíkum fyrir ykkur að prófa.

Ostabakki með alls konar

Ostabakki

  • Bakaður ostur (sjá uppskrift að neðan)
  • Rjómaostur með bláberjasultu (sjá aðferð að neðan)
  • Dala Hringur í sneiðum
  • Hráskinka
  • Súkkulaðihúðuð trönuber, möndlur, döðlur
  • Epli, brómber, bláber, granatepli, vínber
  • Kex og grissini stangir
Ostabakki með alls konar

Bakaður ostur

  • 1 x Dala Auður
  • 1 lúka bláber
  • 1 lúka brómber
  • 1 lítið epli
  • 4 msk. sýróp
  • Pekanhnetur, timian og granatepli
  1. Skafið efsta lagið ofan af ostinum og komið honum fyrir í eldföstu móti, bakið við 180° í 10-15 mínútur.
  2. Á meðan osturinn er í ofninum má skera eplið niður í litla teninga og setja í pott ásamt bláberjum, brómberjum og sýrópi.
  3. Gott er að ná upp suðunni og leyfa þessu síðan að malla þar til osturinn er tilbúinn og hella þá yfir hann.
  4. Að lokum má setja pekanhnetur, granatepli og timian yfir allt saman og njóta með góðu kexi eða brauði.
Ostabakki með alls konar

Rjómaostur með bláberjasultu

  • Rjómaostur
  • Bláberjasulta
  • Bláber og timian
  1. Setjið rjómaost í skál og vel af bláberjasultu yfir hann, toppið með ferskum bláberjum og timian. Njótið með góðu kexi eða brauði.
Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Mmmm…..

Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Myndirnar okkar frá Pike Place Market öðru megin og fallegi vínrekkinn hinumegin, við erum ánægð með þessa blöndu!

Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Finnst mjög líklegt fleiri en við höfum leitað af hinum fullkomna vínrekka og vona ég svo innilega hann sé fundinn fyrir fleiri.

Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Fallegur frá öllum sjónarhornum.

Vínrekki eða vínstandur á vegg frá Syrusson með dásamlegum ostum og rauðvíni

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun