Heslihnetukökur



⌑ Samstarf ⌑
Heslihnetusmákökur

Nú er rétt rúmur mánuður til jóla og ekki seinna að vænna en fara að setja hingað inn smákökuuppskriftir! Hér eru undursamlegar heslihnetukökur á ferðinni sem eru dásamlegar ylvolgar með ískaldri mjólk!

Smákökur með súkkulaði og heslihnetum uppskrift

Heslihnetukökur uppskrift

Um 40 stykki

  • 180 g smjör
  • 130 g púðursykur
  • 70 g sykur
  • 270 g hveiti
  • 2 tsk. kartöflumjöl
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 50 g heslihnetuduft (hakkaðar Til hamingju heslihnetur settar í mixer og duftaðar niður)
  • 80 g Til hamingju heslihnetur heilar (saxaðar gróft)
  • 150 g dökkt saxað súkkulaði/dropar
  1. Bræðið smjörið við meðalháan hita og setjið báðar tegundir af sykri saman við þegar það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið sykrinum saman við þar til hann fer aðeins að leysast upp.
  2. Setjið hveiti, kartöflumjöl, matarsóda og salt í hrærivélarskálina.
  3. Setjið egg, vanilludropa og heslihnetuduft saman í skál/könnu og pískið saman.
  4. Hellið eggjablöndunni varlega saman við smjörblönduna og hrærið vel í til að blanda.
  5. Hellið vökvanum því næst út í þurrefnin og hrærið með K-inu þar til blandað.
  6. Vefjið söxuðu heslihnetunum saman við með sleif og setjið deigið í plast og inn í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkustundir (eða yfir nótt).
  7. Deigið er frekar lint í sér en það mun þykkna aftur upp þegar það er kælt svo engar áhyggjur.
  8. Leyfið deiginu að standa á borðinu í nokkrar mínútur þegar það hefur náð að kólna og rúllið því næst í kúlur (sem eru um matskeið að stærð) og raðið á bökunarplötu, hafið gott bil á milli.
  9. Bakið við 160°C í 16-18 mínútur.
Til hamingju heslihnetur

Gleðilegan bakstur!

Jólasmákökur með súkkulaði og heslihnetum

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun