Djúsí vöfflufranskar⌑ Samstarf ⌑
Loaded waffle fries like at RAM

„Loaded Waffle Fries“ er réttur sem ég kynntist þegar við fjölskyldan bjuggum í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Veitingastaðurinn RAM var rétt hjá húsinu okkar og við röltum ansi oft þangað yfir í eitthvað djúsí og dásamlegt. Þessar vöfflufranskar voru oftar en ekki keyptar sem forréttur eða auka meðlæti.

Vöfflufranskar með osti, beikoni, sýrðum rjóma og graslauk með Stellu bjór

Þegar við bjuggum í Seattle útbjó ég líka oft svona heima og hugsa að allir sem hafi komið í heimsókn til okkar hafi ýmist fengið þetta heima hjá okkur eða við pantað svona með þeim á RAM, hahahaha! Því er auðvitað algjör vitleysa að ég sé ekki löngu búin að setja þessa hugmynd hingað inn fyrir ykkur að prófa.

Stella Artois bjórinn er fullkominn með vöfflufrönskum

Maðurinn minn myndi reyndar mögulega segja að það sé ekki hægt að fá sér „Waffle Fries“ nema með „Stellu“ svo að sjálfsögðu endurskapaði ég elsku USA minningarnar okkar um daginn og bauð honum bæði upp á Stellu og vöfflufranskar! Nú er því bara um að gera að færa sér Ameríkuna heim í stofu með þessum hætti þar sem ekki verður víst ferðast þangað á næstunni.

Vöfflufranskar með cheddar osti og beikoni eins og í Ameríku

Djúsí vöfflufranskar uppskrift

 • 1 poki frosnar vöfflufranskar (600 g)
 • 100 g rifinn cheddar ostur
 • 150 g stökkt, mulið beikon
 • Sýrður rjómi með graslauk
 • Niðurskorinn vorlaukur
 1. Bakið kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Færið þær síðan yfir í eldfast mót og setjið ost og beikonkurl inn á milli í nokkrum lögum.
 3. Setjið aftur inn í ofninn í örfáar mínútur til að osturinn bráðni niður.
 4. Setjið sýrðan rjóma í poka, klippið gat á endann og sprautið yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum og stráið vorlauk yfir allt.
Loaded fries

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun