Prófaði í fyrsta skipti að gera avókadó franskar um daginn og jommí þessar voru æði!
Avókadó franskar með sriracha majónesi
Franskar
- 2 þroskuð en stíf Avókadó
- 60 gr hveiti
- 70 gr kókosmjöl
- 2 egg
- 1 msk vatn
- 4 tsk hvítlauksduft
- 2 tsk paprikuduft
- 1 tsk salt
- ½ tsk pipar
Sriracha majónes
- 3 msk majónes frá E. Finnsson
- 3 msk grísk jógúrt
- 1 msk Sriracha sósa
- 1 tsk sítrónusafi/limesafi
- Pipar eftir smekk
- Hitið ofninn 210°C
- Gerið ofnskúffu/grind tilbúna með bökunarpappír.
- Helmingið avókadó eftir endilöngu og skerið í hæfilega stórar franskar, um það bil 5-7 stykki.
- Blandið öllum kryddum saman í eina skál.
- Hrærið saman egg og vatn í einni skál og setjið til hliðar.
- Setjið hveiti og helminginn af kryddblöndunni í skál og blandið saman.
- Setjið kókosmjöl og hinn helminginn af kryddblöndunni í skál og blandið saman.
- Dýfið hverjum bita fyrst í hveitiblönduna, þá eggjablönduna og að lokum í kókosmjölið og raðið á bökunarpappírinn.
- Bakið í ofninum í 10-12 mínútur, snúið þá við og bakið áfram í 2-4 mínútur.
- Hrærið öllum hráefnum saman í majónesið á meðan franskarnar bakast.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ