Hér eru á ferðinni burritorúllur sem rjúka út á augabragði í hverri einustu veislu!
Samsetningin er einföld og fljótleg og gleður unga sem aldna.
Burritorúllur
- Burritokökur
- Skinka
- Ostur
- Kál og tómatar
- Pítusósa
Samsetning
- Sneiðið ost og leggið nokkrar sneiðar yfir um það bil hálfa kökuna.
- Raðið næst skinkusneiðum ofan á ostinn.
- Þá fer pítusósan ofan á og loks kál og þunnt skornir tómatar.
- Rúllið þétt upp og skerið í bita, gott að stinga tannstöngli í bitana svo þeir haldist betur þegar þeim er raðað á disk.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ