Brie samloka með beikoni⌑ Samstarf ⌑
Brie og beikon á samloku

Þessa uppskrift útbjó ég fyrir Gott í matinn í haust og þessi er alveg hrikalega góð!

Brie samloka með beikoni

Brie-samloka með beikoni

Miðað er við fjórar samlokur úr neðangreindum hráefnum

 • 1 x Dala brie ostur
 • Gróft súrdeigsbrauð
 • 1 x Beikonbréf
 • Klettasalat
 • Tvö lítil avókadó
 • Gróft salt
 • Trufflusinnep eða pestó
 1. Steikið beikonið í ofni þar til stökkt og leggið til hliðar.
 2. Ristið brauðsneiðarnar í samlokugrilli.
 3. Raðið samlokunni saman: Fyrst trufflusinnep eða pestó (það má líka sleppa því að hafa nokkra sósu) síðan klettasalat, avókadó, Dalabrie, beikon.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun