Dalahringur í dulbúningiÉg hef ekki töluna á því hversu oft þessi réttur hefur verið útbúinn fyrir veislur, saumaklúbba eða kósýkvöld. Það dásamlega við hann er nefnilega það að aðeins þarf að setja ost, sósu og hnetur á disk og skella í ofninn og út kemur dásamlegur heitur ostur.

Dalahringur í dulbúningi

  • 1 stk Dalahringur
  • 1 krukka Mango Chutney sósa
  • Kasjúhnetur að vild (mæli með að hafa meira en minna)

Setjið ostinn í eldfast mót, sósu og hnetur yfir og inn í 180°C heitan ofn í um 15-20 mínútur eða þar til hneturnar brúnast. Njótið með nýbökuðu brauði eða því kexi sem ykkur þykir gott.

Þegar þú byrjar, þá getur þú ekki hætt, svo góð er þessi blanda!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun