Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Gullostur í veislubúningiÉg veit fátt betra en bakaða hvítmygluosta með einhverju gúmelaði ofan á og gott kex eða brauð með. Ég veit síðan fátt skemmtilegra en að blogga eftir að ég hef fengið mér eitthvað nýtt og fallegt í eldhúsið eins og þessa litlu krúttuðu keramikpönnu.

Ég skellti mér nefnilega á lagersöluna hjá Ásbirni Ólafssyni í dag og verslaði eitt og annað afar fallegt. Þetta endaði pínu eins og IKEA ferðir vilja oft enda, maður fer inn án þess að vanta neitt sérstakt og endar síðan út í bíl með fulla kerru af einhverju fíneríi 🙂

Ég átti bágt með að hemja mig og á allt eins von á því að þurfa að kíkja þangað aftur á næstunni en nú þarf ég klárlega að bretta upp ermar í eldhúsinu og fara að útbúa eitthvað gómsætt.

Ég mátti til með að prófa eitthvað af þessu um leið og heim var komið og skellti ég gómsætum Gullosti í ofninn á fínu keramikpönnunni og útbjó ótrúlega skemmtilega öðruvísi og bragðgóða sósu með pekanhnetum, gojiberjum, appelsínuberki og öðru dásamlegu.

Gullostur í veislubúningi uppskrift

 • 1 stk Gullostur
 • 2 msk hunang
 • 2 msk maple sýróp
 • 2 msk púðursykur
 • 1 msk smjör
 • Börkur af ½ appelsínu
 • ¼ tsk kanill
 • ½ tsk salt
 • 50 gr saxaðar pekanhnetur
 • 25 gr þurrkuð gojiber
 1. Setjið Gullostinn í lítið eldfast fat og hitið við 180°C í um 20 mínútur og útbúið sósuna á meðan.
 2. Setjið allt nema hnetur og ber í pott og náið upp suðunni og lækkið þá niður og leyfið að malla í um 4 mínútur. Hrærið þá söxuðum pekanhnetunum og þurrkuðu gojiberjunum saman við og mallið áfram í um 2 mínútur. Slökkvið þá á hellunni og leyfið þessu að liggja í pottinum þar til osturinn er tilbúinn.
 3. Hellið gúmelaðinu yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og berið fram með góðu kexi eða baguette brauði.

Aðrar spennandi færslur

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur