Partýostur með chili ívafi⌑ Samstarf ⌑

Ég er alltaf í tilraunastarfsemi með bakaða osta, ég hreinlega fæ ekki nóg af þeim! Hér kemur skemmtileg útfærsla sem bragð er af og hentar vel fyrir hvaða veislu, saumaklúbb eða kósýkvöld sem er.

Partýostur með chili ívafi uppskrift

 • 1 stk Höfðingi
 • 3 msk hunang
 • 3 msk Chilisulta
 • Til hamingju Chili hrískökur
 • Til hamingju Chili jarðhnetur

Hitið ostinn á bökunarpappír/í eldföstu fati við 180°C í um 15 mínútur. Hellið sultu og hunangi yfir hann þegar hann kemur úr ofninum ásamt gróft söxuðum chili hrískökum og  chili jarðhnetum. Gott er að bera ostinn fram með góðu kexi og salami skinku.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun