Veisluostur með kasjúhnetum



⌑ Samstarf ⌑

Falleg og frábærlega skemmtileg útfærsla af bökuðum osti með kasjúhnetum!

Veisluostur með kasjúhnetum uppskrift

  • 1 stk Gullostur
  • 100 gr brómber
  • 100 gr bláber
  • 1 msk púðursykur
  • 2 msk kókosolía
  • 1 tsk smátt saxað rósmarín
  • Til hamingju brotnar kasjúhnetur

Hitið ostinn á bökunarpappír/í eldföstu fati við 180°C í um 20 mínútur. Setjið brómber, bláber, púðursykur, kókosolíu og smátt saxað rósmarín í pott á meðan, hitið að suðu og lækkið þá hitann niður. Leyfið að malla í nokkrar mínútur þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og stráið einnig kasjúhnetum yfir. Berið fram með góðu kexi.

Það er svo gaman að leika sér með mismunandi osta og ostabakka og þessi færði okkur klárlega nýstárlegt bragð sem vert er að prófa!

Þetta undurfallega trébretti er hönnun Jamie Oliver og fæst bæði í Bast í Kringlunni og í Fjarðarkaupum.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun