Hátíðlegar hafrakökur⌑ Samstarf ⌑

Ég elska hafrakökur og hef nú prófað þær nokkrar uppskriftirnar. Þessi hér er hátíðleg útfærsla sem færir manni notalegheit í hverjum bita með dásamlegum súkkulaði- kaffi- og rommkeim, það er ekki hægt að óska sér betri bita.

Súkkulaðið sem gerir þessar kökur alveg guðdómlegar er Vetrarstykkið 2018 frá Omnom og drottinn minn hvað það er gott! Ekki skemmir heldur fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar svo ef ykkur vantar gjöf handa einhverjum sem á allt, já eða elskar súkkulaði almennt þá mæli ég með þessu í pakkann!

Hátíðlegar hafrakökur upprskift

• 125 g hveiti
• 1 tsk kanill
• ½ tsk matarsódi
• ¼ tsk salt
• 115 g smjör við stofuhita
• 100 g púðursykur
• 50 g sykur
• 1 egg
• 1 tsk vanilludropar
• 150 g gróft haframjöl
• 120 g Omnom súkkulaði „Drunk Raisins + Coffee“

1. Blandið hveiti, kanil, matarsóda og salti saman í skál og leggið til hliðar.
2. Saxið súkkulaðið niður og geymið.
3. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
4. Blandið eggi og vanilludropum saman við og skafið niður á milli.
5. Setjið næst hveitiblönduna út í og að lokum haframjölið og súkkulaðið.
6. Gott er að hræra blöndunni saman í lokin með sleif, plasta skálina og kæla í um 30 mínútur.
7. Hitið á meðan ofninn í 175°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
8. Takið kúfaðar matskeiðar af deigi og rúllið upp í kúlu, raðið á plötuna með gott bil á milli og þrýstið létt á í lokin. Uppskriftin gefur um það bil 12-15 kökur.
9. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun