Haframjölskökur með trönuberjumÉg hef bakað haframjölskökuuppskriftina hennar Ingu vinkonu ótal sinnum í gegnum árin en aldrei prófað að setja í hana trönuber, alltaf verið með rúsínur.

Ég átti ekki rúsínur um daginn en trönuber voru í skápnum svo ég fylgdi uppskriftinni fyrir utan það að setja núna trönuber og svo setti ég kókosmjöl til helminga við ristaðar kókosflögur og útkoman varð æðislega góð. Ég er ekki frá því að trönuberin séu komin til að vera þar sem dætrum mínum fannst kökurnar miklu betri svona heldur en með rúsínunum.

Þetta er frábært snarl í nestistöskuna og gott að gera tvöfalda uppskrift, setja í box og frysta. Grípa síðan nokkrar í  nestisboxið reglulega.

Haframjölskökur með trönuberjum uppskrift

 • 1 bolli sykur
 • 1 bolli púðursykur
 • 225 gr mjúkt smjör
 • 3 egg
 • 1 ½ bolli hveiti
 • ½ tsk lyftiduft
 • 1 tsk kanill
 • ½ tsk salt
 • 3 bollar haframjöl (notaði tröllahafra og venjulegt haframjöl í bland)
 • 1 bolli trönuber
 • ½ bolli kókosflögur (notaði reyndar kókosmjöl og ristaðar kókosflögur í bland)

Sykur (báðar tegundir) og smjör hrært saman í hrærivél. Eggin sett útí, eitt í einu og skafið niður á milli. Því næst er þurrefnunum (hveiti, lyftidufti, kanil, salti) blandað saman við og hrært rólega þar til vel blandað. Að lokum er haframjöli, trönuberjum, kókosmjöli og kókosflögum bætt útí og hrært saman við með sleif.

Ofninn hitaður 180°C og kúlur mótaðar úr kúfuðum teskeiðum, raðað á bökunarplötu og bakað í 10-15 mínútúr (bakið minna ef þið viljið seigari, meira fyrir stökkari)

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun