Haframjölskökur



Þar sem haustið er að ganga í garð og rútína gerir vart við sig á mörgum heimilum má ég til með að deila þessari dásemdaruppskrift með ykkur. Þessa uppskrift fékk ég hjá Ingu vinkonu minni fyrir mörgum árum og hafa þær verið kallaðar „Haframjölskökur ömmu Ingu“ síðan hún sendi mér þá fyrirsögn með uppskriftinni um árið, þrátt fyrir að vera langt frá því að verða amma 🙂

Í fæðingarorlofi með yngri dóttur mína bakaði ég þessa uppskrift fulloft og hefur hún fengið þá hvíld sem hún þarfnaðist á þessu heimili. Nú mun hún þó verða bökuð oft í vetur, enda frábærlega gott snarl sem og nesti í skólann/íþróttir.

Haframjölskökur Uppskrift

1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
225gr mjúkt smjör
3 egg
1 ½ bolli hveiti
½ tsk lyftiduft
1 tsk kanill
½ tsk salt
3 bollar haframjöl
1 bolli rúsínur eða trönuber
½ bolli kókosflögur

Sykur (báðar tegundir) og smjör hrært saman í hrærivél. Eggin sett útí, eitt í einu og skafið niður á milli. Því næst er restinni af þurrefnunum blandað saman við og hrært rólega þar til vel blandað. Að lokum er haframjöli, rúsínum og kókosflögum bætt útí og hrært saman við með sleif.

Ofninn hitaður 180 gráður og kúlur mótaðar úr kúfuðum teskeiðum, raðað á bökunarplötu og bakað í 10-15 mínútúr (bakið minna ef þið viljið seigari, meira fyrir stökkari)

Gott finnst mér að gera tvöfalda uppskrift og setja hluta í frystinn í hæfilega stóra skammta til að taka út fyrir nesti og annað slíkt.

2 Replies to “Haframjölskökur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun