Þessar dásamlegu hafraklatta útbjó ég um daginn. Dætrum mínum þykja rúsínur ekkert allt of góðar svo ég ákvað að prófa að setja saxaðar döðlur í uppskriftina ásamt kókosmjöli og þessar kökur féllu heldur betur í kramið hjá okkur öllum.
Hafraklattar með döðlumuppskrift
- 250 gr sykur
- 200 gr púðursykur
- 250 gr smjör við stofuhita
- 4 egg
- 300 gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 2 tsk kanill
- 1 tsk salt
- 470 gr Til hamingju gróft haframjöl
- 50 gr Til hamingju gróft kókosmjöl
- 100 gr Til hamingju saxaðar döðlur
- Sykur (báðar tegundir) og smjör hrært saman í hrærivél þar til létt og ljóst.
- Eggin sett út í, eitt í einu og skafið niður á milli.
- Því næst er restinni af þurrefnunum blandað saman við og hrært rólega þar til vel blandað.
- Að lokum er haframjöli, kókosmjöli og döðlum bætt útí og hrært saman við með sleif.
- Ofninn hitaður 180°C og kúlur mótaðar úr góðri matskeið og þrýst létt ofan á hverja, raðað á bökunarplötu og bakað í 15-20 mínútúr (bakið minna ef þið viljið seigari, meira fyrir stökkari).
- Uppskriftin gefur um 50 stk og dásamlegt að eiga þær í frysti til að stinga í nestisboxið.