Súkkulaði hafraklattar



Rakst á þessa uppskrift um daginn á síðunni „Money Saving Mom“ og hreinlega varð að prófa. Molarnir voru dásamlega góðir og gott að eiga þá í frystinum og geta gripið sér einn og einn. Þessa bita þarf ekki að baka og því tekur enga stund að útbúa þá!

Súkkulaði haframjölsklattar

  • 1 bolli hnetusmjör
  • ½ bolli hunang
  • ½ bolli kókosolía
  • 2 bollar gróft haframjöl
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 1 bolli saxaðar hnetur (hér notaði ég Macadamia og Cashew)
  • 1 bolli suðusúkkulaðidropar
  • 1 tsk vanilludropar

Súkkulaði hafraklattar

  1. Bræðið hnetusmjör, hunang og kókosolíu í potti við lágan/meðalhita þar til vel blandað. Fylgist vel með, hrærið í allan tímann og passið að blandan brenni ekki við, takið af hitanum.
  2. Bætið haframjöli, kókosmjöli, súkkulaðidropum, hnetum og vanilludropum saman við og blandið saman með sleif
  3. Klæðið um 25×25 cm kökuform með bökunarpappír og þjappið blöndunni niður í formið.
  4. Kælið í að minnsta kosti klukkustund og skerið síðan í litla bita.
  5. Gott að eiga þessa bita í frystinum og taka nokkra út í einu til að gæða sér á.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun