Heilsusamlegir hindberjamolar



Botn

 • 75 gr kakó
 • 90 gr kókosolía (brædd í örbylgju og kæld örlítið)
 • 18 döðlur
 • 200 gr Cashew hnetur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað, síðan þrýst í botninn á um 23x23cm ferköntuðu bökunarformi íklæddu bökunarpappír. Sett í frysti á meðan hindberjafrauð er útbúið.

Hindberjamolar

Hindberjafrauð

 • 300 gr Cashew hnetur
 • 40 gr kókosmjöl
 •  150 ml hlynsýróp frá Rapunzel
 • 375 gr hindber (3 x 125gr askja)

Allt sett í matvinnsluvél þar til létt og frauðkennt. Smurt yfir botninn og fryst að nýju í um 2 klst

Gott er að lyfta þessu upp úr forminu með því að taka í bökunarpappírinn og skera í bita á meðan hálf frosið og skreyta með súkkulaðibráðinni. Bitana er síðan hægt að frysta að nýju og grípa einn og einn mola þegar hentar.

Súkkulaðibráð

 • 90 gr kókosolía (brædd í örbylgju og kæld örlítið)
 • 120 ml hlynsýróp frá Rapunzel
 • 60 gr dökkt kakó frá Rapunzel, hægt að setja aðeins meira/minna eftir því hvað þið viljið hafa hjúpinn þéttan í sér

Allt sett saman í skál og „drizzlað“ yfir hindberjabitana og fryst að nýju í að minnsta kosti klukkustund (eða yfir nótt með plasti yfir)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun