Sælgætisbitar með piparmöndlumSælgætisbitar með piparmöndlum

 • 300 gr suðusúkkulaði
 • 50 gr Til hamingju piparmöndlur
 • 50 gr mini-sykurpúðar
 • 50 gr lakkrískurl

 1. Klæðið um 20 x 20 cm form með bökunarpappír.
 2. Bræðið suðusúkkulaðið og hellið um 2/3 af blöndunni á botninn og sléttið úr.
 3. Saxið piparmöndlurnar niður og stráið yfir súkkulaðiblönduna ásamt lakkrískurlinu og um 30 gr af sykurpúðum.
 4. Hellið þá restinni af súkkulaðinu yfir og sléttið úr eins og mögulegt er og hjúpið þannig nammið og möndlurnar.
 5. Stráið að lokum restinni (um 20 gr) af sykurpúðum ofan á blönduna og ýtið aðeins á eftir þeim til að þeir festist vel.
 6. Frystið/kælið og skerið í litla kubba þegar storknað.

Mmmm þessir molar eru sko nokkrum númerum of góðir 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun