Þessar dúllur eiga vel við í hvaða veislu sem er!
Fylltar beikondöðlur
- Um það bil 25 döðlur
- 5 msk rjómaostur frá „Gott í matinn“
- 2 msk hnetusmjör
- 1 pakki beikon
- Skerið smá rauf í döðlurnar.
- Blandið saman rjómaosti og hnetusmjöri, setjið í zip-lock poka og klippið lítið gat á endann. Sprautið fyllingu í hverja döðlu.
- Klippið beikonið í tvennt og vefjið því síðan utan um döðlurnar. Mér finnst gott að miða við að minnsta kosti 1 ½ til 2 hringi af beikoni á hverja.
- Hitið í ofni við 200°C þar til beikonið fer að dökkna.