Gotterí og gersemar banner

Karrýgrjón með sinnepssósuÞessi veisluréttur er búinn að vera allt of lengi hingað inn á bloggið til að deila með ykkur. Berglind æskuvinkona mín (já, báðar heita Berglind, bjuggu hlið við hlið og báðar eiga mömmu sem heitir Elín 🙂 ) hefur boðið upp á þennan rétt í sínum veislum, við gert hann ótal oft og nú kemur hann hingað inn fyrir ykkur að prófa.

Ég hef aðeins breytt uppskriftinni frá því hún sendi mér hana, bæði til að einfalda hana og til að minnka aðeins paprikumagnið. Hér fyrir neðan sjáið þið hana þó upprunalega einnig svo ykkar er valið.

Karrýgrjón með sinnepssósu uppskrift

Grjónin

• 2 pk kryddhrísgrjón með kjúklingabragði (í litlum bláum pokum)
• 1 ½ rauð sæt paprika
• ½ dós maísbaunir
• 2 msk karrý
• 1 msk aromat
• 1 msk hvítlauksduft
• 6 msk Hellmann’s majónes
• 2 msk sýrður rjómi

1. Sjóðið hrísgrjónin og leggið þau til hliðar, gott að leyfa þeim að ná stofuhita.
2. Saxið paprikuna smátt niður og blandið saman við grjónin ásamt gulu baununum.
3. Setjið karrý, aromat og hvítlauksduft saman við ásamt majónesi og sýrðum rjóma.
4. Hrærið þar til allt er vel blandað og nægilega blautt til að grjónin haldist saman (bætið við majónesi eftir smekk).
5. Setjið hrísgrjónablöndu á ristað brauð og vel af sinnepssósu yfir og njótið.

Sinnepssósa

• 100 ml Hellmann’s majónes
• 100 ml sýrður rjómi
• 3 msk hunang
• 5 msk sætt sinnep
• 1 msk karrý
• 1 msk aromat

1. Hrærið öllu saman með písk þar til kekkjalaust og berið fram með hrísgrjónablöndu á ristuðu brauði.

Mmmm þetta er svo gott og passar fullkomlega í veisluna eða með helgarkaffinu eins og hjá okkur í gær. Hemmi og Árni nágranni voru úti að mála húsið og fannst þeim ekkert sérstaklega leiðinlegt að fá þessa sendingu út á pall. Rétturinn dreifði sér einnig til fleiri nágranna (sem lánuðu gular baunir fyrir hádegi á sunnudegi til að redda þessu) og sló hann einnig í gegn þar svo þessi fær klárlega góða einkunn!

Hér fyrir ofan sjáið þið síðan upprunalegu uppskriftina frá Berglindi vinkonu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun