Gotterí og gersemar

Túnfisksalat með VogaídýfuÞví var hvíslað að mér að gott væri að skipta út majonesi eða sýrðum rjóma í túnfisksalati með ídýfu! Ég elska ídýfur og því var ekkert annað í stöðunni en að prófa og drottinn minn hvað þetta var gott! Ídýfusalöt eru því komin til að vera á þessu heimili og þeir sem smökkuðu salatið spurðu ALLIR um uppskrift! Hér kemur hún því fyrir ykkur að njóta. Held ég þurfi síðan nauðsynlega að prófa fleiri tegundir af ídýfusalötum á næstunni og leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með.

Túnfisksalat uppskrift

  • 1 dós túnfiskur
  • 4 harðsoðin egg
  • ½ rauðlaukur
  • 1 dós Voga ídýfa með kryddblöndu
  • Aromat eftir smekk
  1. Sigtið vatnið frá túnfisknum og saxið rauðlaukinn mjög smátt.
  2. Skerið eggin niður með eggjaskera á tvo vegu svo  þau fari í litla bita.
  3. Blandið öllu saman í skál og smakkið til með Aromat.

Þessi færsla var unnin í samstarfi við Vogabæ

One Reply to “Túnfisksalat með Vogaídýfu”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *