Um daginn prufaði ég að gera túnfisksalat með Vogaídýfu. Það sló heldur betur í gegn og því var ekkert annað í stöðunni en að prófa sig áfram í ídýfusalötum. Hér er að finna dúndurgott og ferskt eggjasalat með paprikuídýfu. Ég gæti trúað þetta salat kæmi líka vel út með laukídýfu!
Eggjasalat uppskrift
- 6 harðsoðin egg
- Púrrulaukur
- ½ rauð paprika
- ½ – ¾ Voga ídýfa með papriku (þykkt smekksatriði)
- Aromat
- Saxið púrrulauk mjög smátt (um það bil 3 msk eru passlegur skammtur í salatið).
- Saxið paprikuna smátt niður.
- Skerið eggin niður með eggjaskera á tvo vegu svo þau fari í litla bita.
- Blandið öllu saman í skál og smakkið til með Aromat.