Hér kemur hinn fullkomni eftirréttur!
Fyrr í vikunni elduðum við nautasteik og bernaise þar sem allt má í páskafríi. Eftir stóðu fullt af eggjahvítum sem eitthvað þurfti að gera við og þar sem við elskum púðursykursmarengs var ekkert annað en prófa að útbúa slíkar pavlovur!
Eftir góðan skíðadag þeytti ég því í marengs á meðan restin af fjölskyldunni fór í heita pottinn.
Marengs
- 5 eggjahvítur
- 5 dl púðursykur
- 500 ml rjómi
- 2 Snickers
- Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
- Stífþeytið þar til topparnir halda sér og sprautið á bökunarplötu (eða setjið á með tveimur matskeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta rjómanum á eftir bakstur.
- Bakið við 110°C í rúma klukkustund og leyfið marengsinum síðan að kólna inn í ofninum í að minnsta kosti klukkutíma áður en rjóminn er settur á (gott að útbúa karamelluna á meðan og leyfa henni aðeins að kólna).
- Stífþeytið rjómann og sprautið á hverja pavlovu, skerið Snickers í bita og stráið yfir og að lokum má „drissla“ karamellu yfir hverja köku (uppskrift hér að neðan)
Karamella
- 50 gr smjör
- 1 1/2 dl púðursykur
- 3-4 msk rjómi
- Bræðið smjörið við lágan hita, bætið þá púðursykri og rjóma saman við og hækkið hitann. Leyfið að bubbla nokkrar mínútur og hrærið stanslaust í á meðan.
- Hrærið þar til blandan fer að þykkna aðeins og leyfið þá að standa á meðan rjómi og Snickers er sett á marengsinn.
- Hellið vel af karamellu á hverja pavlovu.
Þessar voru svooooo góðar að sumir fengu sér tvær, jafnvel þrjár….nefnum engin nöfn!
Sæl Ingibjörg og takk fyrir, alltaf gaman að heyra þegar fólki finnat gaman að fylgjast með.
Þér ætti að vera óhætt að setja á þær kvöldinu áður en þær gætu “sokkið” eða “svitnað” örlítið. Þú værir örugg með þær ferskar og fallegar ef þú setur á þær um morguninn sama dag 🙂
Sæl
hvenær er best að setja rjóman á þessar ef veislan er kl:16?
Æðisleg uppskrift! Gaman að fylgjast með þér.
Takk fyrir mig.
Kveðja Ingibjörg