Hátíðlegar pavlovur og Jólagjöfin í ár!



⌑ Samstarf ⌑

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja núna ég er svo hamingjusöm……

Þegar ég sá hana fyrst tók hjartað kipp og ég vissi að þessa dásemdar útgáfu af hrærivél yrði ég að eignast! Ég veit fátt skemmtilegra en að punta upp í eldhúsinu og kaupa eitthvað fallegt þangað. Á meðan vinkonur mínar versla skó og falleg föt er ég sú sem þræði búsáhalda- og gjafavöruverslanir en ég er nokkuð viss um að kauptilfinningin sé sú sama þegar maður finnur eitthvað fallegt sem gleður hjartað.

Þetta er afmælisútgáfa af KitchenAid  Heritage Artasan hrærivélinni í tilefni af 100 ára afmæli KitchenAid. Vélin kemur í mjög tarkmörkuðu upplagi og komu aðeins 50 eintök til landsins. Liturinn heitir Misty blár og á rætur sínar að rekja til eins af fyrstu litunum sem kynntir voru til sögunnar fyrir KitchenAid hrærivélar.  Hvíta keramikskálin er dásamlega falleg og setur virkilega fallegan svip á vélina að mínu mati, ég tala nú ekki um hvað mér finnst æðislegt að snúran sé hvít! Þessir mildu pastellitir fara einstaklega vel hér í eldhúsinu mínu.

Mér finnst hún svo falleg að ég er handviss um að nú fer ég að baka meira, svona ef það er yfir höfuð hægt! Áferðin er einfaldlega sú fallegasta sem ég hef séð og ég er að elska þennan lit.

Ef þetta er eitthvað sem gæti endað undir jólatrénu hjá þér myndi ég hafa hraðar hendur og tryggja mér eintak sem fyrst í Rafland eða á www.rafland.is þar sem ég veit það komu ekki margar svona gersemar til landsins.

Ég varð að sjálfsögðu að útbúa einhverjar fallegar kræsingar í stíl við nýju hrærivélina eins og telst fullkomlega eðlilegt, hahaha. Þar sem hátíðarnar nálgast ákvað ég að útbúa litlar og einfaldar pavlovur sem allir ættu að treysta sér til að prófa og bjóða upp á í eftirrétt.

Hátíðar pavlovur uppskrift

  • 4 eggjahvítur
  • 200 g sykur
  • 400 g rjómi
  • Karamellukurl
  • Bláber
  • Blóm til skrauts

  1. Þeytið eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.
  2. Setjið í stóran sprautupoka og klippið gat á endann.
  3. Sprautið væna, bústna toppa á bökunarpappír á bökunarplötu.
  4. Þrýstið ofan í þá miðja með teskeið og myndið nokkurs konar holu.
  5. Bakið við 90°C í 45 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna alveg áður en hann er tekinn út. Ég geri þetta oft að kvöldi og leyfi að standa í ofninum yfir nótt.
  6. Þeytið rjómann og sprautið vel af rjóma á hverja köku, stráið síðan karamellukurli og raðið bláberjum ofan á. Einnig er fallegt að setja smá brúðarslör, marengstopp (sem ég útbjó úr restinni af marengsblöndunni og bakaði með pavlovunum) eða æt blóm sem til dæmis eru nú til í Krónunni.
  7. Uppskriftin gefur um 12-15 stk af litlum pavlovum.

Færslan eru unnin í samstarfi við Rafland og KitchenAid á Íslandi.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun