Kjúklingarétturinn hennar Ollýar



⌑ Samstarf ⌑

Þennan rétt hefur hún Ollý tengdamóðir mín útbúið fyrir ég veit ekki hvað mörg barnaafmæli og veislur á þessu heimili. Hann slær alltaf í gegn og hentar jafnt fyrir unga sem aldna. Ég hreinlega skil ekki af hverju ég er ekki löngu búin að smella honum hingað inn en hér kemur hann fyrir ykkur að njóta!

Hægt er að rífa heilan grillaðan kjúkling en einnig er sniðugt að nýta afganga af kalkún eða öðru slíku sem oft er á boðstólnum yfir hátíðarnar.

Kjúklingarétturinn hennar Ollýar uppskrift

  • 1 eldaður, rifinn kjúklingur
  • ½ smátt saxaður laukur
  • 2 x Campells „Cream of Chicken“ súpur (2 x 295 g)
  • 500 ml rjómi
  • 8 msk majónes frá E. Finnsson
  • Karrý, salt og pipar
  • 200 g gular baunir
  • Rifinn ostur
  • Smjör til steikingar

  1. Steikið saxaðan laukinn upp úr smjöri og karrý (um það bil 1 msk, fer eftir styrk kryddsins).
  2. Þegar laukurinn er mjúkur í gegn má hella rjómanum, súpunum og majónesinu saman við og blanda vel á meðalháum hita.
  3. Kryddið sósuna til með salti og pipar og bætið að lokum rifnum kjúklingi ásamt gulum baunum við og blandið vel.
  4. Hellið kjúklingablöndunni í eldfast mót, rífið ost yfir og hitið við 190°C í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
  5. Hægt er að útbúa þennan ofnrétt deginum áður, plasta og geyma í ísskáp og hita áður en veisla byrjar. Stundum höfum við reyndar líka gert þennan rétt sem kvöldverð og hitað hrísgrjón með honum og gott baguette brauð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun