Buffaló kjúklingavængir með gráðostasósu



Buffalóvængir og gráðostasósa er tilvalinn réttur  í veisluna og getur verið einn af réttum á hlaðborði, sem forréttur eða bara sem partýsnarl.

Buffaló kjúklingavængir með gráðostasósu uppskrift

  • 1 pk kjúklingavængir
  • 1 pk kjúklingakjuðar
  • 1 flaska buffalósósa
  • 3 msk lyftiduft
  • 3 msk hvítlaukskrydd
  • 2 msk paprikukrydd,
  • Salt og pipar
  • Gráðostasósa frá E. Finnsson
  • Sellerí

Buffaló kjúklingavængir með gráðostasósu aðferð

  1. Hitið ofninn 225°C
  2. Þerrið kjúklinginn.
  3. Blandið lyftidufti og kryddum saman í skál og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni þar til hún hefur dreifst vel á alla bitana.
  4. Raðið bitunum á grind og setjið álpappír undir til að grípa fituna.
  5. Stráið smá ólífuolíu yfir bitana og hitið í um 25 mín, snúið þá og hitið í svipaðan tíma á hinni hliðinni eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir.
  6. Penslið buffalósósunni á vængina og berið fram með gráðostasósu og sellerí.

Nammi þetta var svooooo  gott!

Þessi færsla var unnin í samstarfi við Vogabæ.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun