Námskeið á haustönn loksins komin í skráningu!



fjölbreytt kökunámskeið í boði. Kökupinnar bollakökur smjörkrem

Á námskeiðunum er allt hráefnið innifalið og þátttakendur fá að taka kökuna/kökupinna/bollakökurnar með sér heim til að deila með þeim sem þeim þykir vænt um.


Kökupinnar (Cake–Pops) – gerð og skreytingar

um 3 klukkustundir

Farið er í grunnatriði við kökupinnagerð; blöndun á köku&kremi, mismunandi blöndunarmöguleika, mótun bæði á kökukúlum (Cake-Balls) og kökupinnum (Cake-Pops), litun og val á súkkulaði/Candy Melts, hvernig best er að húða kúlur/pinna og nokkrar einfaldar skreytingaraðferðir.


Bollakökur (Cup-Cakes) – smjörkremsskreytingar

um 3 klukkustundir

Á þessu námskeiði er farið yfir eftirfarandi; Uppskriftir og leiðbeiningar í smjörkremsgerð ásamt mismunandi stífleika á kremi fyrir margvíslegt skraut. Litun á kremi, notkun á pokum&stútum ásamt spraututækni fyrir nokkrar einfaldar og fallegar bollakökuskreytingar. Einnig verður sýnt hvernig hægt er að setja fyllingu í bollakökur og farið yfir hvernig hægt er að útbúa einfalt og fljótlegt sykurmassaskraut.


Nútímalegar kökuskreytingar (heilar kökur)

um 4 klukkustundir

Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Kennd er svokölluð „watercolor effect“ aðferð með smjörkremi til að hjúpa kökuna. Því  næst er súkkulaðiskraut útbúið og allir þátttakendur læra að útbúa ganaché og smyrja því á kökuna og hvernig hægt er að láta það leka fallega niður hliðarnar. Að lokum skreyta allir sína köku með frjálsri aðferð.


Smjörkremsskreytingar (heilar kökur)

um 4 klukkustundir

Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Nokkur smjörkremsmynstur eru æfð og sýnikennsla fer fram á 4 mismunandi skreytingaraðferðum á heila köku.


„Naked Cake“ (heilar kökur)

um 3,5 klukkustundir

Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Til viðbótar er farið yfir mismunandi stífleika á kremi fyrir mismunandi skreytingar og kennt að sprauta rósettur og stjörnur. Að lokum skreyta allir sína köku með ferskum blómum og/eða smjörkremi.

2 Replies to “Námskeið á haustönn loksins komin í skráningu!”

  1. Er námskeiðið fyrir byrjendur líka .dóttir mín er 14 ára og hefur gaman af að baka er hún of ung

    1. Sæl Harpa
      Það koma oft unglingar á aldrinum 13-16 ára á námskeiðin og standa sig með prýði. Þetta fer í raun bara eftir því hvort þau treysti sér til þess að sýna sjálfstæð vinnubrögð og fylgja fyrirmælum. Námskeiðin eru hugsuð jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og fólk tileinkar sér leiðbeiningar með mismunandi hætti eftir því.
      Kær kveðja,
      Berglind

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun