Kjúklingaspjót með Stefánssósu



Þessi gómsætu kjúklingaspjót og sósu gerði ég um síðustu helgi. Það var hann Stefán meistarakokkur vinur minn sem gaf mér uppskriftina af þessari skemmtilegu sósu og þar sem veðrið minnir frekar á vor þessa dagana en vetur þá var tilvalið að skella í þennan annars sumarlega rétt!

Kjúklingaspjót uppskrift

  • 1 pk kjúklingalundir (500-600 g)
  • Tréspjót
  • 4 msk ólífuolía
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 msk hunang
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk soyasósa
  • 2 msk appelsínusafi
  • 1 tsk chilimauk

Blandið öllu nema kjúklingalundum og spjótum saman í skál og hrærið þar til vel blandað. Setjið kjúklingalundirnar í poka og hellið leginum yfir, lokið vel og leyfið að marinerast í að minnsta kosti 2 klst. Leggið tréspjótin í bleyti á meðan og þræðið lundirnar síðan upp á spjótin og grillið.

Stefánssósa uppskrift

  • 150 gr sýrður rjómi
  • 150 gr majónes
  • 2 tsk wasabimauk
  • 2 msk hunang
  • 3 msk saxaður vorlaukur/graslaukur

Setjið allt saman í skál og hrærið þar til kekkjalaust. Kælið og berið fram með grilluðum kjúklingaspjótum og góðu salati.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun