Morgunverðarkrús



⌑ Samstarf ⌑

Ég vinn á svo miklum snilldar vinnustað þar sem mötuneytið mætti frekar kalla fimm stjörnu veitingastað en mötuneyti. Þar er úrval af krásum frá morgni til kvölds og ekki skemmir útsýnið á Suðurlandsbrautinni fyrir þegar maður gæðir sér á öllu þessu góðgæti.

Meðal þess sem er í boði á morgnana er grísk jógúrt með múslí og mismunandi sósum. Hindberjasósan er í uppáhaldi hjá mér og eiga Steini og Co í eldhúsinu hjá Sýn heiðurinn af þessari samsetningu.

Morgunverðarkrús

Þessi uppskrift dugar í 4 krúsir (fann þessar í Bónus)

  • 2 stórar (350 gr) dósir Grísk jógúrt frá Gott í matinn
  • Granóla múslí
  • Hindberjasósa (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
  • Fersk hindber

Samsetning: Setjið fyrst jógúrt í botninn, því næst 1-2 msk hindberjasósu og svo um 2-3 msk múslí, endurtakið leikinn og setjið að lokum fersk hindber efst.

Hindberjasósa uppskrift

  • 200 gr frosin hindber
  • 110 gr sykur
  • 100 ml vatn
  • ½ tsk vanilludropar
  • 2 tsk Maizenamjöl
  • 2 msk vatn
  • 1 msk smjör
  1. Hrærið saman frosin ber, sykur og vatn yfir meðalhita þar til berin fara að leysast upp. Hækkið þá hitann og leyfið suðunni að koma upp, lækkið aftur og hrærið stanslaust í þar til berin eru uppleyst og bætið vanilludropunum saman við.
  2. Hrærið saman 2 msk vatni og 2 tsk Maizenamjöli þar til kekkjalaust og hrærið út í berjablönduna þar til hún þykknar.
  3. Bætið þá smjörinu saman við og hrærið þar til það hefur bráðnað saman við berjablönduna og takið þá af hellunni, hellið í skál/ílát og kælið.
  4. Hægt er að geyma sósuna í lokuðu íláti í kæli.

Ég útbjó þessa uppskrift fyrir Gott í matinn á dögunum, sósuna er hægt að gera og geyma í ísskáp og setja saman þessa dásemd til að grípa með sér í nesti eða sem morgunverð. Ég sá síðan að gríska jógúrtin er komin í líters dósir og grunar mig að það veiti ekkert af því að kaupa það magn í næstu ferð!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun