
Þessi krús er tilvalin sem morgunverður eða millibiti og einfalt að grípa með sér hvert sem er.

Coconut & passion sultan frá Nicholas Vahé er fullkomin fyrir þessa samsetningu. Það er hún Inga vinkona mín og snillingur með meiru sem á heiðurinn af þessari færslu en hún sagði mér hún fengi sér oft þessa blöndu þegar hún sá þessa sultu hjá mér á ostabakka um daginn. Auðvitað ákvað ég að prófa herlegheitin og deila með ykkur!

Samsetningin er einföld: Grísk jógúrt í krús, Coconut & Passion sulta ofan á og að lokum ristaðar kasjúhnetur, nammi namm!