Ítölsk pizza



⌑ Samstarf ⌑

Þessa pizzu útbjó ég í fyrra og fann við yfirferð á myndum í tölvunni minni. Já krakkar mínir það eru á leiðinni fleiri gamlar færslur þar sem eitt og annað hefur gleymst í myndaflóðinu hjá mér!

Ítölsk pizza uppskrift

Pizzabotn

  • 10 dl hveiti
  • 1 poki þurrger
  • 2 tsk salt
  • 4 dl volgt vatn
  • 3 msk matarolía

Álegg

  • Pizzaostur frá Gott í matinn
  • 2 dósir Mozzarellaperlur
  • 4 tómatar skornir í sneiðar
  • Pizzasósa
  • Klettasalat
  • Fersk basilika
  • Balsamic glaze
  1. Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
  2. Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
  3. Spreyið stóra skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í 1 klst.
  4. Skiptið deiginu niður í 5 minni pizzur (um 25 cm í þvermál).
  5. Smyrjið með pizzasósu, stráið pizzaosti yfir botninn, sneiddum tómötum og mozzarellaperlum.
  6. Bakið við 220°C í um 12-15 mínútur.
  7. Dreifið þá klettasalati og ferskri basiliku yfir pizzuna og smá balsamic glaze.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun